Laugardagur, 19. maí 2007
Veiðihornið: Nýjar tölur frá Veiðimálastofnun
Samkvæmt nýjum tölum Veiðimálstofnunar hefur drykkja í veiðitúrum heldur aukist á milli ára. Alls mun bjórdrykkja hafa aukist um 3% í veiðitúrum það sem af er ársins en neysla brenndra drykkja dregist verulega saman. Léttvínsdrykkja hefur aftur á móti aukist úr hófi og mun meira en helstu vísitölur.
Að sögn stofnunarinnar er ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessari þróun, enda hafi vodka og viskí jafnan hentað betur til drykkju enda þótt líkur á uppköstum séu heldur meiri við drykkju brenndra drykkja eru mun minni líkur á að veiðmenn mígi á sig. Að öllu jöfnu henti því brenndir drykkir mun betur til veiði. Vísitala veiðileyfaverðs heldur áfram að hækka og er það álit hagfræðinga stofnunarinnar að krappari kjör veiðimanna hafi leitt þá í þessar ógöngur. Stofnunin hyggst beita ser í framtíðinni fyrir neyslu brenndra áfengra drykkja og sem dæmi geta veiðimenn nú fengið 30% afslátt af Vodka Smirnoff og Bacardi romm með framvísun veiðikortsins í vínbúðum landsins.