Guðgeir Leifsson og Helgi Bentsson til West Ham?

Forráðamenn West Ham hafa ekki setið auðum höndum eftir að keppnistímabilinu lauk um síðustu helgi.  Að sögn Eggerts Magnússonar eru þegar hafnar þreifingar á nýjum leikmönnum og segir Eggert að íslenskir leikmenn séu að sjálfsögðu undir smásjánni, enda heimatökin hæg. 

Félagið mun þegar hafa haft samband við umboðsmann Guðgeirs Leifssonar, sem er Friðrik 9. heilsar Guðgeiri og Helga, þegar allt lék í lyndi í dönsku konungsfjölskyldunni.samningsbundinn Charleroi í Belgíu og tekur ógnarlöng innköst.  Einnig er hann liðtækur í Hornafjarðar-manna.

 Helgi Bentsson hefur marga fjöruna sopið og leikið með öllum félagsliðum landsins að undanskildu Íþróttafélaginu Narfa í Hrísey, sem um árabil hefur reynt að fá Helga til liðs við sig.  Helgi er nýbúinn að gera 3 ára samning við Árroðann og að sögn stjórnarformanns Árroðans, Braga Bergmann, mun félagið gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að halda í Helga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband