Fjársöfnun til handa Bjarna Ármannssyni og fjölskyldu

Rauði kross Íslands og Rafvélaverkstæðið Glitnir í Borgarnesi standa fyrir fjársöfnun til handa Bjarna Ármannssyni og fjölskyldu.  Hluti fjárins mun renna til Guðrúnar Helgadóttur, tengdamóður Bjarna, en hún vera dýr í rekstri og skulda víst Alþingi ennþá 200þúsund kallinn sem hún fékk lánaðan um árið til þess að gera sig flotta.

 Að sögn Rúnars van Hesselink, rekstrar-, gæða- og verkefnastjóra rafvélaverkstæðisins, stendur Rúnar og Inga van Hesselinkfjölskylda Bjarna afar veikum fótum eftir gríðarlega erfið starfslok hjá bankanum, sem áður var kenndur við kaupleiguokur.  Mun bankinn hafa fengið ríflegan starfslokasamning hjá Bjarna og mun Bjarni þurfa að greiða bankanum sem nemur um 900mkr á árinu.  Fjölskylda Bjarna hefur fengið inni í Jórufelli 7, og mun aðbúnaðurinn þar ekki vera góður, enda ekki búið að þrífa íbúðina frá því síðasti íbúi flutti út, Úlfar Nathanelsson fjárflæframaður, en hann mun hafa farið heldur glæfralega með eldavélina og ísskápinn.  Þótt Úlfar sé annálaður matmaður mun maturinn ekki hafa verið mikill Úlfarsmaður, enda allt á öðrum endanum í eldhúsinu.  Einnig eru saumsprettur í sófasettinu.

 Reikningurinn í Sparisjóði Mýrasýslu er skráður á kennitölu vinar Bjarna, sem er reyndur kennitöluflakkari án þess þó að hafa lent á vanskilaskrá - upplýsingar er að finna á heimasíðu sparisjóðsins og rauða krossins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband