Föstudagur, 18. maí 2007
Breyttar kosningareglur - útstrikanir
Skv. heimildum veðurklúbbsins á Dalbæ hefur yfirkjörstjórn ákveðið að kjósendur geti strikað út nafn Björns Bjarnasonar þótt viðkomandi kjósandi kjósi annan flokk en Sjálfstæðisflokk. Gildir þá einu um hvort Björn verði framboði eða ekki, eða gangi í aðra flokka. Í minnihlutaáliti yfirkjörstjórnar kom fram að skylda ætti kjósendur að strika út nafn Björns en ekki náðist um það samhljómur innan kjörstjórnar.
Framámenn í Sjálfstæðisflokknum telja þetta afar óheppilegt en telja ásakanir og yfirheyrslur á Jóhannesi í Bónus hafa verið heppilegar og ákjósanlegar. Ekki náðist í Geir H. Haarde, en hann og kona hans Inga Jóna Þórðardóttir voru á foreldranámskeiði.