Föstudagur, 31. janúar 2014
Fjórir starfsmenn Landsbankans ekki enn ákærðir
Fjórir starfsmenn gamla Landsbankans hafa ekki enn verið ákærðir fyrir markaðsmisnotkun, skjalafals, yfirhylmingar, fjárdrátt eða eitthvað annað ólöglegt. Eru þeir einu starfsmenn bankans sem ekki hafa lent á borði Sérstaks saksóknara en þeir störfuðu í mötuneyti bankans. Segjast þeir lifa á milli vonar og ótta um að þeir verði ákærðir fyrir "eitthvað aflandsfélagaafleiðukjaftæði" eins og einn þeirra komst að orði. "Við höfum ekki gert neitt ólöglegt nema að narta í nokkrar gullflögur og borðað afgangs rússakavíar sem skilinn var eftir á borðum mötuneytisins" sagði einn starfsmannanna. Hann vill ekki láta nafn síns getið en gefur þó upp að fyrsti stafurinn í nafni hans sé J.