Sunnudagur, 7. apríl 2013
Ætla ekki að spila með bolta í sumar
Knattspyrnufélög ÍA og Stjörnunnar ætla ekki að spila með bolta í sumar á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar. Miklar deilur hafa staðið um Adidas boltann sem nota á í leikjum sumarsins og leikmenn almennt óánægðir með tuðruna, og hafa ÍA og Stjarnan nú opinberlega hafnað henni. "Ætli við skokkum ekki bara um völlinn og tökum nokkrar teygjur" sagði Urriði Laxdal liðsstjóri Stjörnunnar í viðtali við fréttastofuna.