Miðvikudagur, 13. mars 2013
Bleikur reykur úr kapellunni
Bleikt reykjarkóf barst nú í morgun úr strompi Sixtinskukapellunar í Vatikaninu um kl 6:45 í morgun, sem þýðir að vínið sé að verða búið og að það vanti smokka. Mun vera standandi tókapartý hjá kardínálunum í kapellunni og mikið um dýrðir. Engar upplýsingar hafa borist um páfakjörið og einu upplýsingar sem berast eru reykmerkin. Hvítur reykur þýðir að nýr páfi hefur verið kjörinn, en jafnan þýðir bleikur reykur að nokkuð langt sé í kjörið og að klára þurfi partýið áður en að því kemur.