Hefur gert allt

Kristín Erlendsdóttir

Kristín Erlendsdóttir á Blönduósi hefur gert allt sem hægt er að gera.  Hennar síðasta verk til að klára allt var að starfa sem útkastari á jólafylleríi húnvetnskra frímúrara í Húnaveri en Kristín hefur undanfarin tíu ár helgað lífi sínu að gera allt.  "Þetta hefur gengið furðu vel en ég hef lent í fjölmörgum ævintýrum.  Ég myndi segja að erfiðast hefði verið að vera ritari á Prestaþingi en léttast að vera umhverfisráðherra.  Það sem stendur upp úr var starf mitt sem fylgdarkona á Landsmóti hestamanna í sumar.  Ég vissi ekki að eigendur stóðhrossa væru sjálfir svona duglegir að stóðast"  sagði Kristín, sem sagði að lokum að nú tæki við gamla rútínan, að kenna þyngdarskammtafræði í grunnskólanum á Blönduósi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband