Þriðjudagur, 31. júlí 2012
Hryggbrotinn ferðamaður sóttur á hálendið
Breskur ferðamaður var í dag sóttur á Hveravelli eftir að hafa verið hryggbrotinn af unnustu sinni. Mun breski ferðamaðurinn hafa borið upp bónorð í anddyri skálans þegar unnusta hans brást ókvæða við, harðneitaði og löðrungaði manninn. Var maðurinn óhuggandi í kjölfarið og brugðu skálaverðir á það ráð að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar til að ná í hann. Líðan hans er eftir atvikum.