Þriðjudagur, 13. mars 2012
Gerður G. Bjarklind kölluð fyrir Landsdóm
Gerður G. Bjarklind, fyrrverandi þula og þáttastjórnandi, verður kölluð í vitnisburð hjá Landsdómi á morgun. Var þetta ákveðið af dómstjórum þar sem flest vitnin, sem kölluð hafa verið fyrir dóminn, hafa haldið fram að Óskalögin, þáttur Gerðar á RÚV, hafi verið helsti orsakavaldur hins svokalla bankahruns 2008, en í þættinum voru leikin óskalög hlustenda sem drógu verulega úr tiltrú á íslenska bankakerfið.
Gerður á að koma fyrir réttinn upp úr klukkan 9 og á eftir henni koma Halli og Laddi.