Sunnudagur, 11. mars 2012
Hafa sofið saman í 50 ár
Í dag eru 50 ár síðan Ketill Hannesson og Rúna Olga Steinarsdóttir sváfu saman eftir sveitaball í Valaskjálf heima hjá foreldrum sínum að Neðri-Vör í Fljótsdalshreppi. Það væri ekki í frásögur færandi nema að Ketill og Rúna Olga hafa haldið í vanann æ síðan eftir þetta örlagaríka kvöld og sofið saman á ýmsum stðum og og við ýmis tækifæri. "Já, við Rúna höfum hist mánaðarlega, stundum oftar stundum sjaldnar, og sofið saman, annaðhvort heima hjá öðru hvoru okkar eða við finnum okkur staði sem ég ætla ekki að lýsa nánar" sagði Ketill í samtali við fréttastofu.
Hann segir þau Rúna vera uppfinningasöm og reyna alltaf að prófa nýja hluti. "Við reynum að bæta okkur í hvert skipti og er þetta mikil áskorun fyrir okkur. Einnig fyrir maka okkar, en þeir eru ekki par hrifnir af þessu" sagði Ketill.