Fimmtudagur, 26. janúar 2012
Götur og gangstígar ruddar í sumar
Reykjavíkurborg íhugar að ryðja götur og gangstíga næsta sumar og hætta ruðningi misserin.
"Já, við ætlum að bíða með ruðninginn þangað til í sumar. Það borgar sig bara ekki að ryðja göturnar þessa dagana því það snjóar jafnharðan. Við eigum heldur ekki að vera á ferðinni í þessari færð heldur vera heima og slaka á. Sumarið er tíminn því þá líður okkur öllum betur andlega. Þetta eru breyttir tímar" sagði Jón Gnarr í viðtali við fréttastofu.