Æseifur kominn í bæinn

ÆseifurJólasveinninn Æseifur er kominn í bæinn, en hann er eini jólasveinninn sem ekki kemur á fyrirfram ákveðnum tíma eins og hinir jólasveinarnir.  Hann mun spássera um landið vel fram á næsta ár ef að líkum lætur.  Er fólk beðið um að hafa varann á, hann mun vera þjófóttur á reiðufé, talnaglöggur með afbrigðum og kænn í viðskiptum.  Er fólk sérstaklega beðið um að vera á varðbergi gagnvart sparnaðarleiðum jólasveinsins.  Hefur Jóhannes úr Kötlum bætt tveimur erindum við Jólasveinavísur sínar svo fólk átti sig betur á atferli jólasveinsins.

Æseifur lygalaupurinn sá,

laumaðist veskin í.

Tók vafninga og verðmæti,

var ekki lengi að því.

 

Blekkti og bjó til samninga,

býsna við það fær.

Safnaði öllu í sjóðina,

það var snilldin tær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband