Föstudagur, 25. mars 2011
Íhuga "að taka Ragga Önundar á pakkann"
Fyrrum bankastjórar viðskiptabankanna þriggja íhuga að snúa vörn í sókn í málarekstri gegn þeim með því "að taka Ragga Önundar", og kenna eigendum bankanna um allt sem miður fór í aðdraganda bankahrunsins 2008.
"Við Hreiddi og Lalli Weld vorum að spjalla saman um daginn, og sáum hvað Ragnar Önundarson hefur verið brilliant í fjölmiðlum að undanförnu. Hann hefur skorið sig úr snörunni í samráði kortafyrirtækjanna, með því að snúa þessu öllu upp á eigendurna. Við ákváðum því að taka Ragga Önundar á pakkann. Þetta verður erfitt fyrir Hreidda því hann og Siggi eru svo klós, en hvað mig varðar er allt Björgólfsfegðum að kenna sem gerðist í Landsbankanum. Sjáðu, ég kom ekki nálægt svínaríinu sem þar fór fram." sagði Sigurjón Árnason í viðtali við fréttastofu.