Miðvikudagur, 2. mars 2011
Mottumars fyrir kellingar
Heine Brandt, þjálfari þýska handknattleikslandsliðsins, var ómyrkur í máli við fréttastofuna þegar hann var spurður hvort hann vissi af því að nú væru margir íslenskir karlmenn að safna í yfirvaraskegg undir yfirskriftinni mottumars. "Hvað varðar mig um einhverja mánaðarsöfnun á Íslandi þegar ég er búinn að safna og snyrta yfirvaraskegg mitt í 25 ár. Þessi mottumars ykkar er fyrir kellingar" sagði Brandt, og skellti á blaðamann áður en hann gat spáð fyrir um komandi leiki við Ísland, í undankeppni evrópumótsins í handknattleik.