Miðvikudagur, 2. febrúar 2011
Seðlabanki lækkar ávexti
Á vaxtaákvarðanafundi Seðlabanka Íslands í morgun var ákveðið að lækka ávexti um 0,25% og mun verð á ávöxtum lækka í helstu kjörbúðum landsins sem því nemur. "Það er ákveðinn slaki í hagkerfinu og mataræðið ekki upp á það besta. Með þessu erum við að auðvelda fólki að kaupa íþróttanammi" sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri.