Starfsmannapartý Biskupsstofu úr böndunum

BiskupsstofaSamkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu var umrætt starfsmannapartý, þar sem allt fór úr böndum og sagt er frá í fjölmiðlum í dag, árshátíð Biskupsstofu.  Mun árshátíðin hafa farið úr böndunum þegar messuvínið kláraðist á Hafnarkránni, þar sem árshátíðin var haldin. 

Heimildamaður fréttastofu, sem gjarnan vill láta nafn síns getið, mun hafa verið viðstaddur þegar starfsmenn Biskupsstofu snæddu saltkjöt og baunir fyrr um kvöldið og í framhaldinu hafi gripið um sig mikill þorsti hjá veislugestum, sem þeir vildu gjarnan slökkva með messuvíni, en það er eina áfengið sem starfsmenn Biskupsstofu fá frítt.  Birgðir Hafnarkrárinnar kláruðust fljótt og mun þá ókyrrð mikil hafa skapast sem ekki tókst að kveða niður, sem endaði með hópslagsmálum þar sem nokkrir urðu lemstraðir og einn missti tönn.

Eftir því sem fréttastofan kemst næst hefur öllum verið fyrirgefið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband