Seldu FÍH

Stjórn FÍHSkilanefnd Kaupþings hefur selt öll hlutabréf í Félagi íslenskra hljómlistarmanna í stað danska bankans FIH til danskra lífeyrissjóða.  Frá þessu er greint í dönskum miðlum í dag. 

Kaupendur hlutabréfanna komust að því fljótlega eftir undirritun að þeir höfðu eignast hlutabréf í FÍH þegar þeir fengu fax frá Birni Th. Árnasyni, formanni  félagsins, þar sem hann þakkar hinum nýju hluthöfum traustið og að hann, ásamt meðstjórnendum sínum, ætli að gera allt sem í hans valdi stendur til að auka veg og virðingu íslenskrar tónlistar.

Steinar Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings, sagði í viðtali við fréttastofu að ósigur Fram gegn Haukum í gærkvöldi hefði verið ósanngjarn, svo ekki sé meira sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband