Laugardagur, 17. júlí 2010
Leikmenn KR sendir í ristilskolun
Allir leikmenn í meistaraflokki KR hafa verið sendir til Póllands í ristilskoðun vegna slælegs gengis í Pepsideildinni í sumar, og eftir stórtap á heimavellli í Evrópudeildinni gegna úkraínska liðina Karpaty Lviv, 0-3.
Að sögn Jónasar Hannessonar, formanns knattspyrnudeildar KR, er um örþrifaráð að ræða. "Það varð að gera eitthvað. Við vorum búnir að vera með spilakvöld, krísukvöld, herrakvöld, dömukvöld og nú síðast makaskiptakvöld, en allt kom fyrir ekki, gengi liðsins hefur ekkert skánað svo neinu nemur" sagði Jónas. Áætlað er að leikmenn KR komi ristilskolaðir til landsins eftir helgina.