Þriðjudagur, 25. maí 2010
BUGL fugluð í sumar
Ákveðið hefur verið að falla frá fyrirhuguðum lokunum á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans í sumar, og ráða starrahóp til að manna, eða réttara sagt fugla hana í sumar.
Samkomulag hefur náðst við starrahóp sem haldið hefur sig að mestu í neðra Breiðholti, en forsprakki hópsins, Björgvin Þrastarson, segist ánægður að samningar hafi náðst. "Við fáum að skíta að vild í húsinu, verpa í þakskegginu næsta vor og svo fáum nóg af kóríanderkrydduðum ánamöðkum og rúsínum í laun fyrir vinnuna, sem er nú ekki flókin" sagði Björgvin í samtali við fréttastofu.