Miðvikudagur, 19. maí 2010
Slagsmál í Pólýfónkór
Slagsmál brutust út í morgun á æfingu Pólýfónkórsins í Reykjavík í húsnæði kórsins við Dunhaga. Grunur leikur á að slagsmálin séu tengd viðskiptum kórfélaga með rotvarnarefni. Munu bassarnir í kórnum hafa orðið uppsiga við tenóra og barítóna með þeim afleiðingum að tveir bassar og þrír tenórar þurftu að njóta aðhlynningar á bráðavakt Landsspítalans í Fossvogi.
Pólýfónkórinn hefur lengi verið viðriðinn rotvarnarefni enda eru meðlimir kórsins sérlega unglegir að sjá og frísklegir í framkomu.