Slagsmál í Pólýfónkór

Pólýfónkórinn í ReykjavíkSlagsmál brutust út í morgun á æfingu Pólýfónkórsins í Reykjavík í húsnæði kórsins við Dunhaga.  Grunur leikur á að slagsmálin séu tengd viðskiptum kórfélaga með rotvarnarefni.  Munu bassarnir í kórnum hafa orðið uppsiga við tenóra og barítóna með þeim afleiðingum að tveir bassar og þrír tenórar þurftu að njóta aðhlynningar á bráðavakt Landsspítalans í Fossvogi.

Pólýfónkórinn hefur lengi verið viðriðinn rotvarnarefni enda eru meðlimir kórsins sérlega unglegir að sjá og frísklegir í framkomu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband