Þriðjudagur, 18. maí 2010
Elísabet Englandsdrottning ósátt við BBC
Elísabet Englandsdrottning er mjög ósátt við BBC eftir að þáttastjórnandi á útvarpsstöð BBC í Birmingham sagði í morgun að drottningin væri látin. Var efnt til fundar með drottningu hjá BBC um hádegisbilið og mun hún hafa komið sjónarmiðum sínum á framfæri af fullum þunga. Búist er við hóp uppsögnum á BBC í dag og á morgun vegna málsins.