Mótmæli við heimili Hönnu Valdísar

Hanna ValdísUm þrjú hundruð manns söfnuðust saman við hús söngkonunnar Hönnu Valdísar um kvöldmatarleytið í kvöld.  Var henni afhent skjal með undirskriftum um fimm þúsund Íslendinga þar sem tónlist hennar er mótmælt, hún hvött til að hætta söngiðkun og skila styrkjum sem hún hefur þáð á söngferli sínum.  Mótmælin fóru að mestu friðsamlega fram en þó var eitthvað um róstur þegar söngkonan veitti skjalinu viðtöku og sagði fáein orð við hópinn.

Hanna Valdís sagði að húsið væri fullt af börnum og að henni væri brugðið yfir mótmælunum.  "Ég hætti að syngja fyrir þrjátíu árum síðan og þáði þá þrjátíu þúsund krónur frá Karnabæ, í gömlum krónum, sem ég þurfti að taka út í vörum.  Ég get ekki afsungið lögin sem ég söng á þessum tíma.  Ég hefði viljað hitta ykkur í húsnæði SG-hljómplatna frekar en að hitta ykkur hér" sagði Hanna Valdís.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband