Laugardagur, 1. maí 2010
Rannsóknarnefnd alţingis gefur út símaskrána
Samningar hafa tekist á milli Já og rannsóknarnefndar alţingis um ađ nefndin gefi út símskrána fyrir áriđ 2011. Hefur nefndin ţegar hafiđ störf og var í upphafi búist viđ ađ skráin kćmi út í desember, en nefndin hefur frestađ útgáfunni um tvo mánuđi og er fyrirhugađ ađ símaskráin komi út í febrúarbyrjun 2011. Símaskráin, sem verđur í 7 bindum og fengiđ vinnuheitiđ "Essassú?", mun innihalda sérstaka stjörnumerkingu hjá viđkomandi einstaklingi eđa fyrirtćki sem hefur sýnt vanrćkslu í starfi, ţegiđ kúlulán og/eđa "tekiđ einhvern í suđurendann", eins og segir í fréttatilkynningu frá Já.
Ţuríđur Hannesdóttir, verkefnastjóri Já segir nefndina vel í stakk búna til ađ takast á viđ ţetta verkefni. "Ţađ er kominn tími til ađ fólk geti séđ í almennu riti eins og símaskránni, hver sé drullusokkur og hver ekki" sagđi Ţuríđur.