Halda á Fimmvörðuháls í sundskýlum

Félagarnir fjórir við upphaf göngunnarFjórir félagar í karlaklúbbnum Rugludallarnir héldu fótgangandi á Fimmvörðuháls í gærkvöldi í sundskýlum, trampskóm og með alpahúfur. 

Var mikil stemmning í hópnum þegar fréttastofa náði tali af þeim.  "Ætlunin er að halda til við eldstöðvarnar í nótt og njóta útsýnisins með tvær vodkaflöskur og harðfisk sem við látum ganga hratt á milli manna.  Við tosumst svo heim á leið í morgunsárið" sagði Óðinn Hannesson einn Rugludallanna.  "Við erum vel undirbúnir eftir að hafa stundað sjósund í tvær vikur og svo erum við mjög heitfengir.  Auðvitað erum við með hlýjar gallabuxur, hlýraboli og gúmmívettlinga ef kuldaboli bítur.  Það verður að hafa í huga að veður skipast hratt í lofti á þessum slóðum" sagði Óðinn, og vildi að lokum vara fólk við að halda ekki á Fimmvörðuháls nema að vel athuguðu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband